Þingvellir

Þjónustugjald er innheimt á afmörkuðum bílastæðum á Þingvöllum, Um er að ræða þrjú bílastæði og sama gjald greitt fyrir öll bílastæði. Greiðsla gildir út daginn fram að miðnætti.

Bílastæðin á Þingvöllum

Ef gestur hefur P-merki í bílnum sínum þarf ekki að greiða. Viðkomandi þarf þó að koma við í gestastofunni á Haki til að afskrá bílnúmerið úr myndavélakerfinu.


Greiðslukerfi á Haki byggir á myndavélaeftirlitskerfi sem keyrir saman númeraplötur bíla við númeraskrá Samgöngustofu. Þegar ekið er burt eru númerin borin saman við greiðslukerfi þjóðgarðsins.


Greiðsluvélar eru innanhúss í gestastofu og á salernum á við gestastofu á Haki. Einnig eru greiðsluvélar við bílastæði við Valhallarreitinn P5 og við bílastæðið neðan við Öxarárfoss P2.


  • P1 - Hakið við efra enda Almannagjár en þar er Gestastofa þjóðgarðsins.
  • P2 - Efri-Vellir sem er fyrir neðan Öxarárfoss þriðja lagi á Valhallarplani.
  • P3 - Langistígur norðan við Öxarárfoss þar sem gengið er upp úr Stekkjargjá.
  • P5 - Valhöll en það bílastæði er næst Þingvallakirkju og gjánni Silfru.


Engar sektir eru fyrir að greiða ekki á staðnum heldur notast við sjálfvirka uppflettingu. Í þeim tilfellum fær eigandi bíls sent bílastæðagjald í heimabanka að viðbættu seðilgjaldi.

ATH! Ef bíllinn er í eigu annars aðila, eins og bílaleigu, geta gjöld bæst við frá þeim aðila sem á bílinn.

Gjaldskrá

Gjald gildir út daginn, frá miðnætti til miðnættis óháð hvaða bílastæði er notað.


Fólksbifreið, 5 farþega og færri 
Kr. 1.000

Fólksbifreið, 6-9 farþega
Kr. 1.200

Rúta, 10-19 farþega
Kr. 2.200

Rúta, 20-32 farþega
Kr. 3.800

Rúta, 33 farþega og fleiri
Kr. 4.200

Bifhjól
Kr. 400


Þjónustuver Checkit er opið alla virka daga milli 9 og 16 og svarar öllum fyrirspurnum í gegnum tölvupóstinn checkit@checkit.is

Greiða fyrir stæði á Þingvöllum

Hægt er að skoða nánar um Þingvelli á vefsvæðinu www.thingvellir.is