Hafnarhólminn

Einn af aðgengilegri stöðum landsins til að skoða Lunda í sínu náttúrulega umhverfi. Staðurinn er opinn á meðan Lundinn er á staðnum frá mið Apríl til byrjun Ágúst.

Bílastæðin við Hafnarhólmann

Undanfarin ár hefur mikil vinna og mikill metnaður verið settur í að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn til fuglaskoðunnar og útivistar við höfnina.


Búið er að leggja göngupalla um hólmann, opna fuglaskoðunarhús og þar er nú risið glæsilegt þjónustuhús með sýningarrými, veitingaaðstöðu, snyrtingum og aðstöðu fyrir sjómenn.


Við Hafnarhólmann er eitt þægilegasta aðgengi landsins að lundabyggð. Svæðið er aðeins opið yfir lundatímabilið sem er frá miðjum apríl og fram í ágúst ár hvert. Á meðan lundinn er á svæðinu gefst einstakt tækifæri til að fylgjast með fuginum í sínu náttúrulega umhverfi.


Engar sektir eru fyrir að greiða ekki á staðnum heldur notast við sjálfvirka uppflettingu. Í þeim tilfellum fær eigandi bíls sent bílastæðagjald í heimabanka að viðbættu seðilgjaldi.

ATH! Ef bíllinn er í eigu annars aðila, eins og bílaleigu, geta gjöld bæst við frá þeim aðila sem á bílinn.

Gjaldskrá

Gjald gildir út daginn, frá miðnætti til miðnættis óháð hvaða bílastæði er notað.


Fólksbifreið, 5 farþega og færri 
Kr. 1.000

Fólksbifreið, 6-9 farþega
Kr. 1.500

Rúta, 10-19 farþega
Kr. 2.500

Rúta, 20-32 farþega
Kr. 5.000

Rúta, 33 farþega og fleiri
Kr. 8.500

Bifhjól
Kr. 400


Þjónustuver Checkit er opið alla virka daga milli 9 og 16 og svarar öllum fyrirspurnum í gegnum tölvupóstinn checkit@checkit.is

Greiða fyrir stæði við Hafnarhólmann