Um Check-it

Check-it er bílastæðaþjónusta sem felur í sér sjálfvirka bílanúmeralesningu. Við þjónustum bílastæðahús og þá sem reka bílastæði með því að útvega ákveðna þjónustu sem felur í sér að nýta sjálfvirkni sem mest. Hvernig sú þjónusta fer fram er mismunandi eftir tegund bílastæða, en þær eru í megin atriðum þrjár og eru blanda af opnum bílastæðum og bílastæðahúsum


Bílastæði með almennri umferð

Bílastæðagjöld eru innheimt  eftir tímagjaldi í samráði við rekstraraðila bílastæðis. Aukalega við almenn bílastæðagjöld getur verið gefinn út ákveðinn kvóti fyrir starfsfólk fyrirtækja eða íbúa sem nota svæðið og borga fyrir það áskrift til rekstraraðila. Þeir bílar sem eru innan áskriftar borgar ekki gjöld og sjálfvirkni kerfisins felur í sér að ef starfsmaður byrjar lagningu utan kvóta og svo losnar pláss þá fer bíllinn hans inn í kvóta og hann hættir í gjaldtöku.


Checkit leggur mikið uppúr að það eru aldrei sendar út sektir. Í boði getur verið að borga með greiðsluvél á staðnum eða borga sjálfvirkt með EasyPark á völdum stöðum. Ef ekki er greitt fyrir að leggja þá sendist reikningur fyrir bílastæðagjaldi auk seðilgjalds í heimabanka eiganda ökutækis.


Bílastæði fyrirtækja og einstaklinga

Mikil aukning hefur orðið á því að fyrirtæki sem deila stæðum eða íbúar fjölbýlishúsa sem deila stæðum þurfa að hafa stjórn á aðgengi. Það getur verð í form hliða eða hurða sem heimila einungis þeim bílum sem eru skráðir í kerfið að komast í gegn. Þar er hægt að vinna með kvóta, þannig að einstaklingar eða fyrirtæki geta skráð á sig viðeigandi bíla og aðgengi stjórnað með skilaboðum, ljósum eða hreinlega að opna ekki ef kvóti er búinn. Þannig getur einstaklingur verð með 4 bíla skráða á sig en bara 2 bílar inn í einu. Þessum aðgangi er einnig hægt að stjórna með því að hamla ekki aðgengi, en auka bílar eru rukkaðir fyrir bílastæðagjald. Útfærsla á þessu er í samráði við rekstraraðila bílastæða.


Ferðamannastaðir

Ferðamannastaðir eru í flestum tilfellum hagað þannig að myndavélar eru settar á inngang og útgang bílastæði þar sem sjálfvirk lesning fer fram. Á þessum stöðum eru greiðsluvélar í boði en aukalega hægt að greiða á netinu útfrá bílnúmeri. Sama á við hér og í annarri þjónustu hjá Check-it. Engar sektir eru fyrir að greiða ekki á staðnum en eigandi bíls fær send bílastæðagjöld auk seðilgjalds, sem er oftast um eða  yfir 100 krónur.

Á bakvið Checkit standa 2 fyrirtæki. Raförninn sem sér um vélbúnað og myndavélagreiningu og Stefna sem sér um hugbúnað og tengingar kerfa.


Checkit sér um gjaldtöku á bílastæðum fyrir hönd rekstraraðila og er þannig þjónustuaðili og sér því ekki um rekstur bílastæða eða merkingar þeirra.


Fyrirspurnir vegna áskrifta eða merkinga fara í flestum tilfellum til rekstraraðila en allar fyrirpurnir varðandi almenna gjaldtöku, villu tengda reikningum eða vélbúnaði eiga að berast á checkit@checkit.is


Opnunartími þjónustuvers er frá 09:00 til 16:00 þar sem tölvupóstur er vaktaður og svarað eins hratt og hægt er.