Seltún

Seltún við Krýsuvík er ein af náttúruperlum landsins. Það er litadýrð hverasvæðisins sem heilla hvað mest. Um svæðið liggja gönguleiðir og malarstígar.

Bílastæðin við Seltún

Seltún í Krýsuvík er þægilega staðsett hverasvæði ekki langt frá Reykjavík. Svæðið er þægilegt yfirferðar með göngustíga og tröppur sem gefa ferðafólki færi á að skoða svæðið á öruggan hátt. Margar gamlar gönguleiðir liggja frá Krýsuvík og litadýrð á svæðinu engu lík.


Bílastæðið er upp við hverasvæðið og því stutt að fara eftir að búið er að leggja. Þar eru einnig salernisaðstöður og upplýsingaskilti til að fræðast um svæðið.


Engar sektir eru fyrir að greiða ekki á staðnum heldur notast við sjálfvirka uppflettingu. Í þeim tilfellum fær eigandi bíls sent bílastæðagjald í heimabanka að viðbættu seðilgjaldi.

ATH! Ef bíllinn er í eigu annars aðila, eins og bílaleigu, geta gjöld bæst við frá þeim aðila sem á bílinn.

Gjaldskrá

Gjald gildir út daginn, frá miðnætti til miðnættis óháð hvaða bílastæði er notað.


Fólksbifreið, 5 farþega og færri 
Kr. 750

Önnur ökutæki fyrir 6 farþega eða fleiri

Kr. 1.500


Þjónustuver Checkit er opið alla virka daga milli 9 og 16 og svarar öllum fyrirspurnum í gegnum tölvupóstinn checkit@checkit.is

Greiða fyrir stæði við Seltún