Spurt & svarað
Hvað kostar að leggja?
Gjald er mismunandi eftir staðsetningu. Verð eru tiltekin hér á vefnum á hverjum stað fyrir sig.
Á ferðamannastöðum er oftast greitt fyrir hvern dag sem gildir til miðnættis.
Bílastæði og bílastæðahús eru rukkuð eftir klukkutímagjaldi fyrir þær mínútur sem bílnum er lagt
Hvar borga ég?
Flesti ferðamannastaðir eru með greiðsluvélar á aðgengilegum stöðum en einnig er hægt að greiða í gegnum vef viðmót.
Vinsamlegast skoðið hvern stað fyrir sig hér á vefnum til að sjá nánar um greiðslumöguleika.
Þarf ég að greiða fyrir nokkurra mínútna akstur inn og út?
Nei, það þarf ekki að greiða fyrir nokkurra mínútna akstur inn og út af svæðinu.
Ég greiddi fyrir ranga staðsetningu
Greiddu fyrir rétta staðsetningu. Sendu okkur svo upplýsingar á checkit@checkit.is með bílnúmeri, fyrstu 6 og síðustu 4 tölustöfum kortsins sem var notað. Þá munum við endurgreiða greiðsluna fyrir röngu staðsetninguna.
Ég greiddi fyrir rangt bílnúmer
Við hjálpum þér. Sendu okkur rétta bílnúmerið, staðsetningu og dagsetningu heimsóknarinnar á checkit@checkit.is
Greiðsluvélin virkar ekki
Engar áhyggjur, ef þú ert í almennu stæði eða bílastæðahúsi þá sendum við bílastæðagjaldið án sektar í heimabankann. Flestir staðir bjóða líka upp á að greiða á netinu. Þú getur fundið staðinn sem þú varst á hér á vefnum til að sjá hvort netgreiðsla sé í boði þar.
Ég borgaði tvisvar fyrir eina heimsókn
Vinsamlegast láttu okkur fá fyrstu 6 og síðustu 4 tölustafi kortnúmersins þíns, staðsetningu og dagsetningu heimsóknarinnar svo bókhaldið okkar geti fundið greiðsluna checkit@checkit.is
Ég fékk rukkun fyrir að greiða ekki þrátt fyrir að hafa greitt
Gætir þú sent okkur kvittunina eða bílnúmerið, staðsetningu og dagsetningu heimsóknarinnar checkit@checkit.is
Ég vissi ekki að ég þyrfti að greiða fyrir bílastæðið
Þú getur greitt á netinu á www.checkit.is/greida-fyrir-bilastaedi. Sendu okkur svo kvittunina og við munum leysa málið checkit@checkit.is
Ég vinn hjá fyrirtæki með áskrift, þarf ég að borga?
Það er mismunandi hvernig samningar eru í gangi. Fyrirtæki með samning/kvóta eru með ákveðið mörg stæði og þurfa að vera með bíla starfsmanna skráða á aðganginn sinn.
Sum fyrirtæki borga fyrir alla umfram notkun en hjá öðrum sjá starfsmenn sjálfir um að borga fyrir sinn bíl ef farið er yfir kvóta.
Ef bíll er utan kvóta þegar hann fer inn þá hefst bílastæðagjald og viðkomandi fær reikning í heimabankann, getur borgað í greiðsluvél eða notað EasyPark.
Þegar losnar úr kvóta fer elsti bíllinn, sem sagt sá sem var næstur inn eftir að kvóti fylltist inn í kvóta og gjaldtaka stöðvast sjálfkrafa.
Engar sektir eru sendar en gjöld til EasyPark og seðilgjöld eiga við ef ekki er greitt í greiðsluvél þar sem hún er til staðar.