Hengifoss
Hengifoss í Fljótsdal er einn af þekktari áfangastöðum Austurlands og einn hæsti foss landsins. Byggt hefur verið glæsileg þjónustumiðstöð þar sem er góð gönguleið að fossinum.
Bílastæðin við Hengifoss
Hengifoss er er einn hæsti foss Íslands og mjög tignarlegur þar sem hann er umkringdur mikilfenglegum klettum. Við bílastæðin er þjónustumiðstöð þar sem hægt er að fræðast um fossinn og svæðið í kring.
Frá þjónustumiðstöðinni liggur góð og vel merkt gönguleið að fossinum en það er töluverð ganga þangað. Það má búast við að gangan að fossinum getið tekið allt að klukkutíma en á leiðinni er hægt að skoða annan foss sem heitir Litlanesfoss, en hann er umkringdur stuðlabergi og því vert að staldra þar við. Þá eru einnig bekkir víða til að hvíla sig á.
Mikilvægt er að ráðfæra sig við landverði á staðnum ef ætlunin er að skoða fossinn að vetri til, þar sem færð og veður geta verið varasöm.
Engar sektir eru fyrir að greiða ekki á staðnum heldur notast við sjálfvirka uppflettingu. Í þeim tilfellum fær eigandi bíls sent bílastæðagjald í heimabanka að viðbættu seðilgjaldi.
ATH! Ef bíllinn er í eigu annars aðila, eins og bílaleigu, geta gjöld bæst við frá þeim aðila sem á bílinn.
Gjaldskrá
Gjald gildir út daginn, frá miðnætti til miðnættis óháð hvaða bílastæði er notað.
Fólksbifreið, 5 farþega og færri
Kr. 1.000
Fólksbifreið, 6-9 farþega
Kr. 1.500
Rúta, 10-19 farþega
Kr. 2.200
Rúta, 20-32 farþega
Kr. 5.000
Rúta, 33 farþega og fleiri
Kr. 8.500
Bifhjól
Kr. 400
Þjónustuver Checkit er opið alla virka daga milli 9 og 16 og svarar öllum fyrirspurnum í gegnum tölvupóstinn
checkit@checkit.is