Seljalandsfoss
Stórglæsilegur foss sem er einstaklega aðgengilegur frá bílastæðinu. Sjálfvirk lesning bílnúmera, hægt að borga á staðnum, eða fá bílastæðagjaldið beint í heimabankann.
Bílastæðin við Seljalandsfoss
Seljalandsfoss er einn af fallegri fossum Íslands og er þekktur fyrir sína ómótstæðilegu fegurð. Aðgengi að fossinum er mjög þægilegt, og gestir hafa það einstaka tækifæri til að ganga bak við fossinn. Fossinn er einstaklega myndrænn og hægt að skoða hann frá mörgum sjónarhornum.
Fossinn er mjög stutt frá bílastæðinu, sem er nokkuð stórt og vel útbúið, þannig að gestir þurfa ekki að ganga langt og einnig er göngustígurinn mjög góður að fossinum. Það eru salerni á staðnum, sem eru innifalin í bílastæðagjaldinu og einnig er á staðnum notalegt kaffihús, þar sem hægt er að kaupa sér samlokur, kökur og annað snarl til að gæða sér á meðan maður nýtur útsýnisins.
Engar sektir eru fyrir að greiða ekki á staðnum heldur notast við sjálfvirka uppflettingu. Í þeim tilfellum fær eigandi bíls sent bílastæðagjald í heimabanka að viðbættu seðilgjaldi.
ATH! Ef bíllinn er í eigu annars aðila, eins og bílaleigu, geta gjöld bæst við frá þeim aðila sem á bílinn.
Gjaldskrá
Gjald gildir út daginn, frá miðnætti til miðnættis óháð hvaða bílastæði er notað.
Fólksbifreið, 5 farþega og færri
Kr. 1.000
Fólksbifreið, 6-9 farþega
Kr. 1.200
Rúta, 10-19 farþega
Kr. 1.800
Rúta, 20 farþega og fleiri
Kr. 3.500
Bifhjól
Kr. 400
Þjónustuver Checkit er opið alla virka daga milli 9 og 16 og svarar öllum fyrirspurnum í gegnum tölvupóstinn
checkit@checkit.is