Fara í efni

Skilmálar

Notkunarskilmálar Checkit

Í þessum skilmálum er vísað til Checkit sem rekstraraðila gjaldtöku á bílastæðum á Þingvöllum. Checkit reka vefsíðuna checkit.is sem er rafrænn vettvangur greiðslu fyrir bílastæði á Þingvöllum. Að baki Checkit standa þrjú fyrirtæki, en það eru:

  1. Verkís kt: 611276-0289
  2. Raförninn kt: 610584-1019
  3. Stefna kt: 520903-2750

Checkit ber ábyrgð á vefsíðunum checkit.is, þeim upplýsingum sem þar koma fram og upplýsingum sem viðskiptavinir Checkit setja þar inn í því skyni að stofna til viðskipta.

Með notendum er átt við aðila, einstaklinga og lögaðila, sem nýta sér þjónustu Checkit með því að nota vefsíðuna checkit.is.

Notendur bera ábyrgð á að kynna sér skilmála þessa áður en þeir nýta sér þá þjónustu sem skilmálar þessir fjalla um. Með því að stofna til viðskipta í gegnum checkit.is samþykkja notendur skilmála þessa og lýsa því jafnframt yfir að þeir muni í viðskiptum sínum við Checkit hlíta skilmálum þessum og eftir atvikum þeim breytingum sem á þeim kunna að verða gerðar.

Skilmálar þessir gilda um þjónustu Checkit,  í tengslum við heimasíðuna checkit.is, en Checkit á og rekur vefsíðuna í tengslum við gjaldtöku á bílastæðum á Þingvöllum.

Öll þjónusta við viðskiptavini er í þjónustuveri. Þjónustuverið er opið alla frá kl. 9-16 virka daga. Bent er á að hægt er að fá allar upplýsingar um þjónustu, ganga frá greiðslu og fá svör við algengum spurningum á www.checkit.is.

Eingöngu er hægt að greiða fyrir þjónustuna með greiðslukortum.

Notandi skuldbindur sig til að hlíta þeim kjörum og skilmálum sem settir eru hverju sinni og finna má nánari upplýsingar um í gjaldskrá á vefnum www.checkit.is.

Heimild til töku bílastæðagjalda byggir á reglum Þingvallanefndar um gestagjöld vegna afmarkaðra bílastæða innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Gjaldskrá fyrir þjónustuna á hverjum tíma er birt á vefnum www.checkit.is og er hún hluti af þessum skilmálum. Notendur geta einnig fengið upplýsingar um gjaldskrána í þjónustuveri.

Notandi heimilar gjaldtöku af greiðslukorti sínu sem hann gefur upp vegna greiðslu fyrir þjónustuna sem honum er veitt samkvæmt uppgefinni gjaldskrá á hverjum tíma. Takist ekki að skuldfæra greiðslukort áskilur Checkit sér rétt til að innheimta greiðsluna eftir öðrum leiðum.

Notandi þarf að gefa upp ökutækjanúmer, greiðslukortanúmer og aðrar nauðsynlegar upplýsingar til að fá aðgang að þjónustunni.

Í samræmi við 2.mgr.6.gr. laga nr. 97/2010 ber eigandi ökutækis eða umráðamaður, ef um kaupleigu er að ræða, ábyrgð á greiðslu gjalda vegna notkunar á bílastæðum á Þingvöllum.

Notandi ber ávallt alla ábyrgð á tjóni vegna rangrar notkunar á þjónustunni. Stafi tjónið af röngum innslætti eða af öðrum orsökum, er það á ábyrgð notanda og ber Checkit enga ábyrgð á tjóni af þessum sökum. Sá sem skráir upplýsingar á checkit.is ber ábyrgð á því að þær séu réttar.

Notandi er ekki undanskilinn greiðslu gjalds vegna þjónustu Checkit þó þjónustan sé ekki aðgengileg af einhverjum ástæðum, heldur ber honum þá að nýta aðra greiðslumöguleika.

Checkit er heimilt að loka á þjónustu við notanda fyrirvaralaust, ef Checkit hefur ástæðu til að ætla að notandi misnoti þjónustuna eða hafi gefið upp rangar upplýsingar við skráningu. Sama á við ef notandi er kominn í vanskil eða ekki reynist unnt að gjaldfæra skráð greiðslukort fyrir umbeðinni þjónustu.

Checkit bera enga ábyrgð á tjóni, beinu eða óbeinu, sem notendur verða fyrir vegna notkunar á Þingvöllum sem rekja má til athafna og/eða athafnaleysis notenda, óviðráðanlegra ytri aðstæðna og/eða orsaka, náttúruhamfara af hvaða tagi sem er eða annarra þátta sem Checkit hefur ekki áhrif á.

Notendur bera ábyrgð á öllu tjóni sem þeir kunna að valda á Þingvöllum og/eða mannvirkjum og búnaði þeim tengdum.

Notandi getur tilkynnt um uppsögn á þjónustunni með því að senda tölvupóst á checkit@checkit.is

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Checkit eða þjóðgarðsins á Þingvöllum á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.